Hviðurnar í Eyjum eins og öflug spörk

Geymsluhús við malarvöllinn í Heimaey, steinsnar frá Samkomuhúsinu, skemmdist í …
Geymsluhús við malarvöllinn í Heimaey, steinsnar frá Samkomuhúsinu, skemmdist í óveðrinu. Ljósmynd/Óskar Pétur

Vitlaust veður var í Vestmannaeyjum í fyrradag og náði norðvestanbálið hámarki um kvöldmatarleyti. Mældist meðalvindur þá 40 m/s og 52 m/s í hviðum. Miklar skemmdir urðu á húsnæði fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins (FES) og salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Þar losnuðu klæðning og þakdúkur í veðurofsanum.

Skúrar, girðingar, þakjárn og -dúkar fór einnig á flug á Illugagötu ásamt öðru lauslegu. Þá skemmdust líka hús á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boðaslóð og víðar í bænum. Alls sinntu björgunarsveitir og lögregla á annað hundrað útköllum þegar mest lét.

Heimamaður sem Morgunblaðið ræddi við sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins læti í veðri og þetta kvöld. Líkti hann vindhviðum við öflug spörk, svo mikill var ofsinn.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur í svipaðan streng og segir lætin hafa verið mikil. „Þetta var alveg rosalega mikill hvellur. Við erum vön háum vindatölum í Eyjum en þetta var alveg ótrúlega mikið og stóð lengi yfir,“ segir hún m.a. í umfjöllun um óveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert