SÍ telja varhugavert að mismuna hópum

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Að mati Sjúkratrygginga Íslands væri mjög varhugavert að veita einum hópi sjúklinga rétt til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga umfram aðra hópa sjúklinga og varasamt að taka upp sérreglur vegna einstakra sjúkdóma og skapa þannig mismunun á sjúklingahópum.

Þetta kemur fram í umsögn og á minnisblaði Sjúkratrygginga við þingsályktunartillögu níu þingmanna Miðflokksins á Alþingi um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir. Þar er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að beita sér fyrir því að krabbameinsmeðferðir verði gjaldfrjálsar. Í þingsályktunartillögunni er fjallað um margháttaðan kostnað sem sjúklingar þurfa að eiga við að stríða á meðan á krabbameinsmeðferð stendur þ.ám. vegna tannskemmda.

Á minnisblaði SÍ til velferðarnefndar Alþingis segir að það sé skoðun SÍ að sjúkdómsgreining eigi ekki að ráða við mat á greiðsluþátttöku SÍ vegna tannlækninga heldur mat á afleiðingum sem sjúkdómurinn hefur haft á tannheilsu viðkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert