Skortur á heitu vatni á Akranesi

Akranes.
Akranes.

Víða er skortur á heitu vatni á Akranesi eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Jaðarsbakkalaug, Bjarnalaug og Guðlaug verða lokaðar fram yfir helgi af þessum sökum.

Veitur fara þess á leit við íbúa Akraness að fara vel með heita vatnið, minnka notkun heitra potta, hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur.

Ástæðan fyrir heitavatnsskortinum er sú að bilun varð í Deildartunguæð sem flytur til bæjarins heita vatnið frá Deildartunguhver, að því er segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar

Vegna rafmagnstruflana hefur einnig reynst erfitt að dæla í tankana af fullum krafti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert