Straumvatnsbjörgunarhópur á leið á vettvang

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang með 10 …
Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang með 10 manna hóp sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun. mbl.is/​Hari

Mannsins sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði á tíunda tímanum í gærkvöldi er enn leitað. 43 leitarmenn eru að störfum á 17 tækjum á vettvangi, þar af fjórir kafarar og einn læknir, auk leitarhunds.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru aðstæður á vettvangi erfiðar vegna myrkurs og veðurs. Leitarfólk gengur meðfram ánni auk þess sem kafarar leita á völdum stöðum, en óskað hefur verið eftir aukamannskap af öðrum svæðum til að aðstoða við leitina.

Maðurinn féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.
Maðurinn féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Kort/Map.is

Ekki hefur verið hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina vegna éljagangs, en önnur þyrla er á leið á vettvang með 10 manna hóp sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun. Reiknað er með að þyrlan lendi á Akureyri klukkan 4. 

Aðgerðastjórn almannavarna á Akureyri var mönnuð vegna verkefna sem tengjast óveðrinu og er aðgerðum vegna þessa máls stjórnað þaðan.

Lögregla getur ekki veit frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert