Tregða að fá leyfi til að endurnýja línur

Starfsmenn Rarik, Rafal, Landsnets og björgunarsveita sjást hér hreinsa salta …
Starfsmenn Rarik, Rafal, Landsnets og björgunarsveita sjást hér hreinsa salta ísingu af tengivirkinu í aðveitustöðunni í Hrútatungu. Ljósmynd/Rarik

„Ef menn eru að velta fyrir sér hvað þyrfti að vera til þess að við getum alltaf haldið rafmagni þá erum við auðvitað að tala um miklar fjárfestingar,“ segir Tryggvi Ásgrímsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Rarik, í samtali við K100.

Starfsfólk Rarik, Landsnets og fleiri fyrirtækja hefur unnið að því hörðum höndum að koma rafmagni aftur á þá staði á norðurhluta landsins sem misstu rafmagn í óveðrinu sem gekk yfir landið.

Tryggvi segir að Rarik hafi gert ýmsar ráðstafanir þegar veðurspákort sýndu í hvað stefndi: 

„Við gerðum ýmsar ráðstafanir þegar við sáum veðurspána, eins og að flytja varavél á Kópasker þar sem ekki var varavél þá stundina. Í sjálfu sér má segja að bilanir í kerfi Rarik eru ekkert óskaplega margar. Það sem hefur verið það óvenjulega í þessu veðri eru bilanir í kerfi Landsnets,“ segir Tryggvi og heldur áfram:

„Við sem stöndum í þessu að koma rafmagni á höfum fundið fyrir svolítilli tregðu að fá leyfi til að endurnýja línur, sérstaklega í flutningskerfi Landsnets.

Rafmagn fór af stórum hluta Norðurlands í óveðrinu.
Rafmagn fór af stórum hluta Norðurlands í óveðrinu. Ljósmynd/Birgir Bragason

Hann bendir á að í mörg ár hafi verið reynt að koma því í gegn að leggja streng út á Sauðárkrók. Tryggvi segir að ef hann hefði verið kominn hefði straumur ekki farið af bænum. „Þar bilaði 40 ára gömul lína.“

Tryggvi bendir á að Landsnet sé í nokkur ár búið að biðja um að fara í framkvæmdir á því svæði og sama eigi við um flutningskerfið í heild sinni. „Okkur finnst að það vanti svolítinn skilning á nauðsyn þess því að byggðarlína er ekki fyrir stóriðju eingöngu heldur fyrir notendur úti á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert