Vegir lokaðir óvenju lengi

Vegum var lokað víða um land vegna óveðurs og ófærðar.
Vegum var lokað víða um land vegna óveðurs og ófærðar. mbl.is/​Hari

Lokanir á þjóðvegum vegna óveðursins sem gekk yfir landið voru óvenju margar og langvinnar. Þetta kemur fram á vef Veðurvaktarinnar ehf., blika.is.

Ekki verður hafist handa við að moka Holtavörðuheiði fyrr en í birtingu í dag og þá hefur heiðin verið lokuð í um tvo sólarhringa. Fáheyrt er í seinni tíð að samgöngur milli landshluta rofni svo lengi. Áfram mun draga úr veðurhæðinni á landinu öllu, þótt áfram megi búast við snjókomu og éljagangi á Norðurlandi.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í Morgunblaðinu í dag, að staðan verði skoðuð nú með morgninum. Hann segir að víða hafi dregið úr snjókomu en vindur verið nægur til að valda skafrenningi. Því hafi margir vegir verið ófærir. Hann segir að skafrenningur sé víða á Norðurlandi vestra og austar sé enn hríð. Þjóðvegurinn sunnan við Vatnajökul var lokaður í gær en þar voru sterkir vindsveipir og mikil hálka. Vindur átti að ganga niður á SA-landi og austur um í nótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert