Líkur á hvítum jólum

Hrossabændur þurfa að huga að skepnum sínum í fannferginu.
Hrossabændur þurfa að huga að skepnum sínum í fannferginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er allt að fimmtán stiga frosti í dag og verður kaldast inn til landsins. Dregur úr frosti í næstu viku en ólíklegt er að það fari yfir frostmark. Þannig að á meðan ekki þiðnar aukast líkurnar á hvítum jólum, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Svo virðist sem norðaustanáttin sé ekkert að fara að gefa eftir næstu vikuna eða svo. Lengst af éljagangur fyrir norðan og austan og jafnvel snjókoma um tíma, einkum á sunnudag. Yfirleitt þurrt sunnan til á landinu en líkur á stöku éljum af og til. Kalt í veðri fram eftir helgi, einkum inn til landsins en dregur úr frosti í næstu viku og gæti hitinn farið upp undir frostmark við ströndina þótt áfram verði frost inn til landsins.
Á meðan ekki þiðnar aukast líkurnar á hvítum jólum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðlæg átt, 5-13 m/s. Él á N- og A-landi, en bjart með köflum annars staðar. Hvessir SA-til seint á morgun.
Frost 4 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og stöku él með N-ströndinni, annars víða bjart. Frost 3 til 15 stig, mildast við ströndina.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s með ofankomu N- og A-til, en þurrt S-lands. Minnkandi frost.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustlæga átt með éljum við N- og A-ströndina, en annars yfirleitt þurrt. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert