Til móts við garðyrkjuna um tollvernd

Fram kom í þingnefndinni að starfsskilyrði þeirra sem framleiða útiræktað …
Fram kom í þingnefndinni að starfsskilyrði þeirra sem framleiða útiræktað grænmeti væru erfið og markaðshlutdeild þeirra hefði minnkað. mbl.is/​Hari

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta í landbúnaði hefur tekið verulegum breytingum á ýmsum sviðum í umfjöllun atvinnuveganefndar Alþingis. Meirihluti nefndarinnar hefur lagt fram tillögur að breytingum við það.

Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögfest verði heimild ráðherra til að úthluta 400 tonna viðbótartollkvóta á svínasíðum til að mæta þörf á innanlandsmarkaði en nefndarmeirihlutinn leggur til að viðbótartollkvótinn verði felldur brott. Kartöflur og gulrófur fá fulla tollvernd út allt árið verði breytingartillaga meirihluta nefndarinnar samþykkt að sögn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, framsögumanns nefndarinnar.

Komið er enn frekar til móts við sjónarmið garðyrkjubænda, þar sem lögð er til aukin tollvernd á spergilkál, hvítkál, blómkál og steinselju svo dæmi séu nefnd og tollverndartímabilunum er breytt skv. tillögum meirihluta nefndarinnar.

Ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpi ráðherrans er að fastsetja árlega úthlutun tollkvóta á innfluttum búvörum. Eru tímabilin sem lögð eru til í upphaflegu frumvarpi byggð á sögulegri úthlutun síðustu tíu ára. Í greinargerð meirihlutans segir að tekið sé undir sjónarmið sem fram komu í umfjöllun hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert