Organisti í tíu kirkjum

Orgelið er heill heimur með mikið raddsvið, segir Jón Bjarnason.
Orgelið er heill heimur með mikið raddsvið, segir Jón Bjarnason. Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Tónlistarhefðin hér í uppsveitum Árnessýslu er sterk, margir taka þátt í kórstarfi og hér eins og víða úti á landi er kirkjan stór þáttur í félagslegu starfi,“ segir Jón Bjarnason organisti í Skálholtskirkju.

Hann er raunar gott betur því hann sér um tónlistarstarf í tíu af tólf kirkjum Skálholtsprestakalls sem nær yfir Biskupstungur, Grímsnes og Laugardal og Þingvallasveit.

Jólalögin tær og hrein

Í flestum kirknanna þar verður helgihald nú um hátíðarnar og engin er messan án organleiks og söngs. Kórarnir í prestakallinu eru tveir, Skálholtskórinn og Söngkór Miðdalskirkju. Strax í október er byrjað að æfa jólalögin sem sungin verða tær og hrein.

Að leika á hljóðfærið við um það bil 20 athafnir um jól og áramót, á til þess að gera fáum dögum, kallar á góðan undirbúning og skipulag. „Við sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur vinnum þetta vel saman,“ segir Jón m.a. í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert