Snjókoma fyrir norðan en bjart fyrir sunnan

Víða er snjóþungt fyrir norðan og það heldur áfram að …
Víða er snjóþungt fyrir norðan og það heldur áfram að kyngja niður í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjókoma verður á Norðaustur- og Austurlandi í dag en bjart á Suður- og Suðvesturlandi. Veðurstofan spáir norðaustanátt, 10-18 metrum á sekúndu en það lægir heldur í kvöld. Í nótt hefur hlánað víða á landinu, en það kólnar aftur síðdegis í dag.

Þá verður ákveðin norðaustanátt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan á morgun, en bjart með köflum um landið suðvestanvert. Útlit er fyrir svipað veður á miðvikudag, en þá snjóar líklega einnig á Suðausturlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð í öllum landshlutum. Dregið hefur úr frosti víða og því má búast við töluverðri hálku víða. 

Flughálka er á Svínadal en þæfingsfærð á Laxárdalsheiði. Flughálka er sömuleiðis á Vestfjörðum og þæfingsfærð á Kleifarheiði og Klettshálsi. Á Norðurlandi er flughálka á Siglufjarðarvegi og þungfært og snjókoma á Öxnadalsheiði.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert