Tvær þyrlur kallaðar út vegna bílslyss á Skeiðarársandi

Níu manns voru í tveim­ur bíl­um sem rák­ust sam­an á …
Níu manns voru í tveim­ur bíl­um sem rák­ust sam­an á Skeiðar­ársandi um klukk­an 14 í dag. Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið kallaðar út auk viðbragðsaðila á Suður­landi. Kort/mbl.is

Hópslysaáætlun á Suðurlandi hefur verkið virkjuð vegna bílslyss á Skeiðarársandi. Samhæfingarstöðin í Skógarhlið og aðgerðastjórn á Selfossi hafa tekið til starfa.

Tveir bílar rákust saman og voru níu manns í bílunum, samkvæmt upplýsingum frá Rögnvaldi Ólafs­syni, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. Veginum hefur verið lokað, en hált og hvasst er á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru ræstir út og eru þeir fyrstu nýkomnir á staðinn. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á mesta forgangi og eru á leið á slysstað ásamt teymi lækna og hjúkrunarfræðinga frá Landspítalanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tók TF-EIR á loft frá Reykjavík klukkan 14:29. Tveir læknar eru um borð í þyrlunni en ekki einn eins og vant er. 

TF-GRO tók á loft um tíu mínútum síðar. Um borð þar eru fjórir úr greiningardeild Landspítala, það er læknar og hjúkrunarfræðingar, og tveir bráðatæknar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk hefðbundinnar áhafnar frá Landhelgisgæslunni. 

Þyrlurnar munu lenda á slysstað um klukkan 15:30.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl fólksins er. „Fyrstu tilkynningar gáfu til kynna að þetta væri alvarlegt þannig að við vinnum út frá því,“ segir Rögnvaldur. 

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRO, hafa verið kallaðar út …
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRO, hafa verið kallaðar út vegna bílslyss á Skeiðarársandi. mbl.is/Árni Sæberg

Fréttin hefur verið uppfærð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert