Ekki niðurstaða enn um styttri vinnuviku

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu.
Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Okkur miðar hraðar áfram en áður og það er ánægjulegt. En það er ekki þannig að komin sé niðurstaða, eða að það sjái fyrir endann á þessu máli,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga fóru fram á föstudag, laugardag og sunnudag. Var þar rætt um styttingu vinnuviku fólks í vaktavinnu.

Að sögn Sonju hafa verið lögð fram fyrstu drög samkomulags og er áætlað að þeir sem sátu fundinn leiti nú til síns baklands en komi svo saman að nýju á fimmtudag. „Svo eru mörg stór mál eftir, eins og jöfnun launa, launaþróunartrygging og launaliður hjá aðildarfélögum BSRB.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert