Fleiri vitni gefið sig fram

Viðbragðsaðilar á slysstað.
Viðbragðsaðilar á slysstað. Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson

Fleiri vitni hafa gefið sig fram vegna umferðarslyssins sem varð á Skeiðarársandi á föstudaginn þegar tveir bílar úr gagnstæðum áttum skullu saman.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem vill ekki tilgreina hversu margir hafa sett sig í samband við lögregluna.

Lögreglan óskaði eftir vitnum að slysinu og hafði eitt vitni gefið sig fram á laugardaginn.

Umferðarslysið varð við Háöldukvísl.
Umferðarslysið varð við Háöldukvísl. Kort/mbl.is

Sjö voru fluttir á Landspítalann eftir slysið, sem varð við Háöldukvísl. Á laugardag voru fjórir farþegar, þar af þrjú börn og einn fullorðinn, enn á gjörgæslu. Tvö barnanna voru alvarlega slösuð. Oddur kvaðst ekki vera með nýjar upplýsingar um líðan þeirra sem voru á gjörgæslu.

Hinir slösuðu eru frá Suður-Kóreu og Frakklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert