Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fötluðum manni

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Þór

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot andlega- og líkamlega fötluðum karlmanni í þrígang árið 2016.

Í ákæru málsins er hann sagður hafa notfært sér fötlun mannsins til að fróa honum án þess að hann gæti spornað við háttseminni eða skilið þýðingu hennar. Er hann því talinn hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að maðurinn hafi verið háður sér.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess sem saksóknari fer fram á að gerandinn verði dæmdur til refsingar, þá fer fórnarlambið fram á að fá greiddar miskabætur upp á 2,5 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert