Fleiri jarðskjálftar við Grindavík

Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hvar jarðskjálftahrinan er.
Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hvar jarðskjálftahrinan er.

Annar jarðskjálfti, sem mældist 3,7 stig, varð klukkan 15:14 og átti upptök um 5 km norðnorðaustur af Grindavík. Fyrr í dag varð jafnstór skjálfti á þessu svæði.  Fleiri minni skjálftar hafa orðið á þessum slóðum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fundust stærstu skjálftarnir á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og norður í Borgarnes. Um 20 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu, þar af nokkrir yfir þremur stigum. Tveir til þrír skjálftar, af þessari stærð mælast árlega á Reykjanesskaganum, að sögn Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert