Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Vestfjörðum.
Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Vestfjörðum. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Vestfjörðum vegna vonskuveðursins sem gengur yfir landið. Víða annars staðar á landinu er gul viðvörun í gildi. 

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að suðvestanstormur eða -rok sé á Vestfjörðum, 20 til 28 metrar á sekúndu, og hvassast á fjallvegum.

Talverður éljagangur er með skafrenningi og lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Búast má við samgöngutruflunum og lokunum á vegum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert