Reynir sakar Arnþrúði um ærumeiðingar

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir.
Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Samsett mynd

Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reynir, fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarmaður Stundarinnar, sakar útvarpsstjóra Útvarps Sögu um ærumeiðandi ummæli sem látin voru falla í þætti á Útvarpi Sögu 5. desember 2018.

Reynir krefst þess að ummæli Arnþrúðar verði dæmd ómerk og að hún verði dæmd til að greiða honum 1,5 milljónir króna í miskabætur.

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ 

Við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Þetta er meðal ummæla sem Reynir krefst að verði dæmd dauð og ómerk en hann segir þau vega gróflega að æru hans og starfsheiðri sem blaðamanns og ritstjóra.

Fram kemur að Reynir hafi fengið veður af ummælunum eftir að fólk benti honum á þau í kjölfar þáttar Arnþrúðar á Útvarpi Sögu 5. desember 2018. Ummælin hafi fengið mjög á Reyni og segir hann að þau hafi verið til þess fallin að vega gróflega að starfsheiðri hans og persónu og skaða orstír hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert