Birgðir nautgripakjöts hjá vinnslum

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tölur um birgðir í yfirliti atvinnuvegaráðuneytisins um framleiðslu og sölu á kjöti sýna ekki raunverulegar birgðir af nautakjöti, alifuglakjöti, svínakjöti og hrossakjöti.

Birgðirnar liggja hjá kjötvinnslum en í yfirlitinu er eingöngu að finna upplýsingar um starfsemi afurðastöðva en ekki kjötvinnslna, jafnvel þótt vinnslurnar séu sumar hverjar starfræktar í nánum tengslum við sláturhúsin.

Fram kom í grein um sölu á kjöti á nýliðnu ári, sem birtist í blaðinu í gær, að Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands hefðu lækkað verð til bænda á kýrkjöti um 10-11% um eða fyrir áramótin. Ástæðan væri m.a. birgðasöfnun. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að birgðir Sláturfélagsins á nautgripakjöti og öðru kjöti af stórgripum komi ekki fram í opinberum skýrslum þar sem þær séu í eigu kjötvinnslu félagsins en ekki afurðadeildar. Telur hann að það sama gildi um önnur fyrirtæki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert