Fé stolið af ferðamönnum við Geysi

Ferðamenn í Haukadal fagna hér gosi úr Strokki. Ferðamenn sem …
Ferðamenn í Haukadal fagna hér gosi úr Strokki. Ferðamenn sem komu til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni segja að fé hafi verið stolið úr bifreið þeirra þar sem hún stóð við Geysi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglan á Suðurnesjum fékk í vikunni til sín erlenda ferðamenn sem sögðust hafa orðið fyrir peningaþjófnaði. Ferðamennirnir greindu lögreglu frá því að andvirði 300 þúsund króna hefði verið stolið úr bifreið þeirra þar sem hún stóð við Geysi.

Lögreglan segir að fé ferðamannanna hafi verið í pundum og evrum, en þeir hafi ekki getað veitt nánari upplýsingar um þjófnaðinn. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert