Leiðsögumaður sektaður fyrir að starfa án leyfa

Manninum var gerð grein fyrir brotum hans og hann sektaður …
Manninum var gerð grein fyrir brotum hans og hann sektaður um 40 þúsund krónur. mbl.is/Eggert

Erlendur leiðsögumaður var stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni, en maðurinn hafði hvorki atvinnuréttindi né dvalarleyfi hér á landi og ekki heldur réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni, sem hann var þó að stunda þegar lögregla hafði hendur í hári hans við Keflavíkurflugvöll.

„Við skýrslutöku kvaðst hann starfa sem leiðsögumaður fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í heimalandi sínu sem sendi viðskiptavini sína m.a. hingað til lands. Hefði hann tekið á móti allmörgum hópum áður en lögreglan stöðvaði hann nú,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna þessa máls.

Manninum var gerð grein fyrir brotum hans og hann sektaður um 40 þúsund krónur, en lögreglan á Suðurnesjum segir að stutt sé síðan tveir erlendir leiðsögumenn hafi verið stöðvaðir fyrir sambærilegt brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert