Fundað í kjaradeilu Eflingar og borgarinnar

Frá fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara.
Frá fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 14. Verkfallsaðgerðir starfsfólks Eflingar í borginni hefjast 4. febrúar nái samningsaðilar ekki saman fyrir þann tíma.

Verk­fallið nær til starfs­fólks á leik­skól­um borg­ar­inn­ar, fyr­ir utan menntaða leik­skóla­kenn­ara, starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila, í heima­hjúkr­un og við sorp- og gatnaum­hirðu.

Félagsmenn samþykktu verkfallsaðgerðir um helgina með 95,5 pró­sent­um greiddra at­kvæða.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, koma til fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert