Siglfirðingar fagna komu sólarinnar

Eldey Ólöf Óskarsdóttir mun eins og aðrir bæjarbúar fagna komu …
Eldey Ólöf Óskarsdóttir mun eins og aðrir bæjarbúar fagna komu sólarinnar í dag. mbl.is/Sigurður Ægisson

Sólardagurinn á Siglufirði er í dag, 28. janúar. Sólin lét sig hverfa á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember á síðasta ári en fer á ný að varpa geislum sínum yfir Ráðhústorgið í dag eftir 74 daga fjarveru.

Eldey Ólöf Óskarsdóttir, sem er að verða sex ára, mun eins og aðrir bæjarbúar fagna komu sólarinnar í dag.

Pönnukökur verða víða á borðum í tilefni þessa og söngur yngri bekkja grunnskólabarna í kirkjutröppunum, eins og verið hefur um árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert