Grunaður um þjófnað, líkamsárás, hylmingu o.fl.

Lögreglan handtók mann í annarlegu ástandi í Vesturbænum (hverfi 107) í gærkvöldi (klukkan 20:31). Maðurinn er grunaður um þjófnað, líkamsárás, hylmingu og fleiri brot. Hann er vistaður í fangageymslum lögreglunnar.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för bifreiðar í Breiðholti (hverfi 109) en ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið stöðvaður undir stýri þrátt fyrir það.  

Ökumaður sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna var stöðvaður í Árbænum klukkan 20:51 í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað verið stöðvaður fyrir akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.  

Lögreglan klippti númer af bifreið í Breiðholti (hverfi 111) upp úr klukkan 21 í gærkvöldi en bifreiðin var ótryggð.

Klukkan 22:49 stöðvaði lögreglan för bifreiðar í Austurbænum (hverfi 103). Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og brot á vopnalögum auk þess sem hann hafði ítrekað verið stöðvaður undir stýri þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.

Ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér var stöðvaður skömmu fyrir tvö í nótt er hann ók um Austurbæinn (hverfi 105). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert