Grunur um að eldurinn hafi kviknað út frá vél

Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í …
Eldur kviknaði í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars og sælgætisgerðarinnar Freyju í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grunur leikur á um að eldurinn sem kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í nótt hafi komið frá vél í húsnæði vélsmiðjunnar Hamars en versti bruninn varð í kringum hana.

Að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var vettvangurinn afhentur lögreglunni laust fyrir klukkan tíu í morgun.

Sælgætisgerðin Freyja er  einnig með lager og skrifstofu í iðnaðarhúsnæðinu.

Sigurjón segir að tjónið hafi verið mikið í vélsmiðjunni en að tekist hefði að bjarga stórum hluta skrifstofuhúsnæðisins. Þar skipti sköpum að eldveggirnir héldu.

Hann bætir við að svokallað OneSeven-slökkviliðskerfi sem er í nýju slökkviliðsbílunum hafi komið vel út í aðgerðunum. „Menn voru gríðarlega ánægðir með það. Það kom flott út og slökkvikrafturinn var mikill,“ segir varðstjórinn. Slökkvikerfið er samblanda af froðu og lofti og þarf lítið vatn við notkun þess.

Frá slökkvistörfum á vettvangi.
Frá slökkvistörfum á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert