Ferðafélagið með „almannavarnagöngur“

Þótt fjallaverkefni Ferðafélagsins liggi niðri er fólk hvatt til að …
Þótt fjallaverkefni Ferðafélagsins liggi niðri er fólk hvatt til að ganga og hreyfa sig til að halda heilsunni í lagi.

Allt starf Ferðafélags Íslands liggur niðri, vegna samkomubanns og annarra ráðstafana vegna kórónuveirufaraldursins. Búið er að aflýsa öllum ferðum og verkefnum og loka skálum.

Í staðinn hefur félagið skipulagt svonefndar almannavarnaferðir þar sem fólk er hvatt til að ganga í sínu nærumhverfi og hvetja aðra til hins sama. Þá er í undirbúningi verkefni til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands.

„Við höldum að okkur höndum á meðan þetta gengur yfir og allt tekjustreymi til félagsins hefur stöðvast,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Það veit enginn hvernig rætist úr þessari stöðu en við höfum sett upp þrjár sviðsmyndir fyrir sumarið. Ein er slæm, önnur ágæt og sú þriðja í meðallagi. Við erum nokkuð bjartsýn, miðað við okkar stöðu og teljum að við munum fá ágæta lendingu,“ segir Páll.

Hann getur þess að þótt ekki sé vitað hvenær ferðamenn fara aftur að koma til landsins trúi hann því að Ísland verði fyrst allra Evrópuþjóða til að komast út úr heimsfaraldrinum vegna þess hversu vel sé staðið að málum hér og landið geti þá orðið fyrsti valkostur þeirra sem huga að ferðalögum. Ímynd landsins um hreina náttúru og öruggan áfangastað muni vinna með landinu í því efni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert