Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu

Björgunarsveitir hafa meðal annars aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk við að komast til …
Björgunarsveitir hafa meðal annars aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk við að komast til og frá vinnu. Ljósmynd/Landsbjörg

Ekkert ferðaveður er nú á Suðurlandi, en þar er mikill vindur, ofankoma og stórhríð.
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í nótt og morgun við að aðstoða vegfarendur sem lent hafa í vandræðum sem og við að koma heilbrigðisstarfsfólki og viðbragðsaðilum til og frá vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Lögregla biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem mjög þungfært er og víða ófært innan þéttbýlis.

Þjóðvegur 1 er lokaður í Öræfum og undir Eyjafjöllum en þar er ofsaveður og verður fram eftir degi, þá er ófært í uppsveitum. Hellisheiði er einnig lokuð, sem og Þrengslin og Suðurstrandarvegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert