Bangsinn sem hjólar, skíðar og málar

Balli hefur brugðið sér í ýmis hlutverk.
Balli hefur brugðið sér í ýmis hlutverk. Ljósmynd/Aðsend

Víða um land hafa bangsar brugðið á leik og setið úti í glugga svo börn geti komið og kíkt á þá, en uppátækið er hugsað fyrir börn til að stytta sér stundir í göngutúrum nú þegar samkomubann er í gildi. 

Einn bangsi hefur þó tekið skrefið lengra en flestir aðrir, en það er Bangsinn Balli, sem búsettur er í Hléskógum í Seljahverfi í Breiðholti. Frá því er sagt á vef Breiðholtsfrétta að Balli sé bústinn bangsi í Breiðholti sem sitji ekki aðgerðalaus úti í glugga heldur láti verkin tala, og taki sér nýtt hlutverk á hverjum degi. 

Hefur Balli m.a. gert við reiðhjól, rólað sér, farið á skíði, stundað snjósund, farið á hlaupahjól og málað mynd, en heimildir mbl.is herma að í dag standi Balli úti og baki.

Balli skellti sér á skíði.
Balli skellti sér á skíði. Ljósmynd/Aðsend
Balli kominn í íþróttagírinn.
Balli kominn í íþróttagírinn. Ljósmynd/Aðsend
Balli bangsi að róla sér einn dag í samkomubanni.
Balli bangsi að róla sér einn dag í samkomubanni. Ljósmynd/Aðsend
Balli á faraldsfæti, á hlaupahjóli.
Balli á faraldsfæti, á hlaupahjóli. Ljósmynd/Aðsend
Balli að gera snjókarl.
Balli að gera snjókarl. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert