Innbrot og ökumenn í vímu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fimm ökumenn sem voru allir undir áhrifum fíkniefna í umferðinni síðdegis í gær og snemma kvölds. 

Þrír þeirra voru stöðvaðir á sjöunda tímanum í gær, einn í Grafarvogi, annar í Mosfellsbæ og sá þriðji í miðbænum. Einn þeirra var með útrunnin ökuréttindi og annar er sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta. Sá fjórði var stöðvaður í Austurbænum (hverfi 105) klukkan 21.

Lögreglan stöðvaði síðan för ökumanns sem var undir áhrifum áfengis í Kópavoginum í nótt. Sá er  sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Tilkynnt var um tvö innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í öðru tilvikinu var brotist inn í bíl í miðborginni en í hinu tilvikinu var brotist inn í fyrirtæki í Austurbænum (hverfi 108).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert