Mikill eldsvoði í Hrísey

Hrísey er í Eyjafirði.
Hrísey er í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldur logar í frystihúsinu í Hrísey og eru bæði lögregla og slökkvilið komið út í eyju frá Akureyri. Varðstjóri í lögreglunni segir að staðan sé slæm og mikill eldur í húsinu. Eyjaskeggjar eru beðnir um að loka gluggum þar sem reykur liggur yfir eyjunni. 

Eins og sést á myndinni er reykurinn og eldurinn sjáanlegur …
Eins og sést á myndinni er reykurinn og eldurinn sjáanlegur frá landi. Ljósmynd Sigmar Örn Harðarson

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að slökkvistarfi en strax var vitað að um talsverðan eld væri að ræða þar sem hann sást frá landi. 

Lögreglan biður íbúa um að loka öllum gluggum og hækka hita/kyndinguna í húsum sínum. Það kemur í veg fyrir að reykur berist inn en það leggur reyk yfir byggðina.

Frystihúsið var byggt árið 1936 af KEA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert