Ákærður fyrir að nauðga konum með alzheimer

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar eru með alzheimer á háu stigi. Ákæran var gefin út í byrjun apríl og þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í maí. 

Fram kemur á vef RÚV að konurnar krefjist þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim hvorri um sig tvær milljónir í miskabætur. 

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa nauðgað annarri konunni í sumarbyrjun 2017. Þá er hann sagður hafa notfært sér að konan var með heilabilun af völdum blóðrástruflana og alzheimer á háu stigi. Hún hafi þannig ekki getað spornað við gjörðum mannsins eða skilið þær. 

Þá er maðurinn einnig sagður hafa nauðgað hinni konunni þrisvar sinnum haustið 2018. Hann er sagður hafa notfært sér að konan var með alzheimer og þannig ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert