Útlit fyrir slydduél á fimmtudag

Slydduél gætu orðið á fimmtudag.
Slydduél gætu orðið á fimmtudag. mbl.is/Eggert

Útlit er fyrir ört kólnandi veður á fimmtudag með skúrum eða slydduéljum norðaustantil á landinu, og éljum á fjallvegum. Akstursskilyrði geta orðið varasöm og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Búast megi við að vindur snúist í norðvestan 5-10 metra á sekúndu á morgun með lítilsháttar rigningu við norðausturströndina, en að létta muni víða til vestanlands síðdegis.

Hiti verður yfirleitt 10 til 18 stig á morgun, hlýjast á suðausturlandi en kólnar á norðaustanverðu landinu seinni partinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert