Tilgangurinn að auka sýnileika sjúkrabílanna

Bíllinn er einnig frábrugðin hvað varðar merkingu en um er …
Bíllinn er einnig frábrugðin hvað varðar merkingu en um er að ræða nýja merkingu, þ.e. hann er gulur með Battenburg-merkingu. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók nýjan sjúkrabíl í notkun í síðustu viku. Bíllinn var keyptur notaður til prufu og er með kassayfirbyggingu.

„Vinnuaðstaðan fyrir sjúkraflutningsaðila er talsvert rýmri í bílnum miðað við aðra sem við erum að nota,“ segir í færslu sem slökkviliðið birti á Facebook. 

„Bíllinn er einnig frábrugðin hvað varðar merkingu en um er að ræða nýja merkingu þ.e. hann er gulur með Battenburg-merkingu sem margir kannast við erlendis frá. Tilgangurinn er að auka sýnileika sjúkrabifreiðanna og munu nýju sjúkrabílarnir sem við eigum von á verða með þessari merkingu,“ segir enn fremur. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert