Yfir 5.000 fengu mataraðstoð í faraldrinum

Matarúthlutun var meðal annars keyrð út af Landsbjörgu þegar faraldurinn …
Matarúthlutun var meðal annars keyrð út af Landsbjörgu þegar faraldurinn stóð sem hæst og ekki mælt með mannamótum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi einstaklinga sem nutu aðstoðar Fjölskylduhjálpar Íslands í kórónuveirufaraldrinum var um og yfir fimm þúsund manns. Það eru samtals tæp þrjú þúsund heimili.

Mikil þörf er fyrir mataraðstoð til þurfandi fólks á tímum sem þessum, eins og kom fram í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar í Morgunblaðinu í apríl. „Við þurfum að hjálpa mun meiri fjölda og þörfin mun bara vaxa á næstu misserum, “ segir Ásgerður núna.

Fjölskylduhjálp Íslands í Iðufelli 14 afgreiddi mataraðstoð til 1990 heimila frá 15. mars til 1. júlí 2020. Fjöldi einstaklinga sem nutu mataraðstoðar voru 3446 talsins.

Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ afgreiddi mataraðstoð til 888 heimila frá 15. apríl til 1. júlí 2020. Í júnímánuði var mataraðstoð veitt til 30 heimila alla virka daga. Einstaklingar í Reykjanesbæ sem nutu mataraðstoðar voru 1554 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert