Þórólfur og Víðir „skikkaðir í smá frí“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fá langþrátt frí …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fá langþrátt frí um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar verður næstkomandi þriðjudag. Enginn fundur verður því í dag og heldur ekki á mánudag. Fyrirhugað er að upplýsingafundir verði á þriðju- og fimmtudögum í sumar. 

Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is. Með þessu er meðal annars verið að tryggja að starfsfólk almannavarna komist í örlítið sumarfrí. „Ég get staðfest að við erum að skikka Þórólf og Víði í smá frí,“ segir Kjartan. 

Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri Almannavarna, og Alma D. Möller landlæknir munu standa vaktina um helgina á meðan Víðir og Þórólfur fá langa helgi, eflaust langþráða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert