Þjóðhátíð í undirbúningi en miðasalan engin

Frá þjóðhátíð í fyrra þegar 12-13 þúsund manns voru í …
Frá þjóðhátíð í fyrra þegar 12-13 þúsund manns voru í Herjólfsdal. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er í undirbúningi. Glöggir veittu því athygli að búið er að koma vörubrettum fyrir í Herjólfsdal, sem væntanlegur eldsmatur fyrir brennu. Fyrirkomulag hátíðarhaldanna er enn í lausu lofti og það eina sem fyrir liggur er að til stendur að halda hana í einhverri mynd. 23 dagar eru þar til þjóðhátíð á að hefjast, föstudaginn 31. júlí.

Í samtali við Morgunblaðið fyrir tveimur mánuðum sagði Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, að beðið væri eft­ir að mál skýrðust um hvaða fjölda­tak­mark­an­ir verði í gildi þegar að hátíðinni kem­ur um mánaðamót­in júlí og ág­úst, sem og aðrar regl­ur stjórn­valda.

Staðan hefur ekkert breyst, segir Hörður í samtali við mbl.is í dag. „Við erum bara að vinna að þessu,“ segir hann og bætir við að von sé á að niðurstaða fáist von bráðar, jafnvel í næstu viku. Miðasala hefur staðið yfir frá í febrúar, en spurður út í gang hennar viðurkennir Hörður að hún hafi verið „alls engin í langan tíma“.

Hann segir forsvarsmenn þjóðhátíðar eiga í góðu samtali við listamenn en vill að ekki tjá sig um hvort samið hafi verið við þá, að öðru leyti en að þegar hafi verið búið að gera einhverja samninga áður en kórónuveirufaraldurinn hófst.

Búið er að koma eldiviðnum fyrir í Herjólfsdal.
Búið er að koma eldiviðnum fyrir í Herjólfsdal. mbl.is/Óskar Pétur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert