Tíu sýna aðferðin notuð víða

„Það er ekkert sem mælir gegn því að gera þetta …
„Það er ekkert sem mælir gegn því að gera þetta svona,“ segir Ólafur.

„Þetta er aðferð sem er notuð víða og er mikið notuð í öðru samhengi svo fræðilega er þetta alveg í lagi,“ segir Ólafur Guðlaugsson, smitsjúkdómalæknir og formaður sóttvarnaráðs, um aðferð sem Landspítalinn ætlar að taka upp til að anna auknu álagi: að greina tíu sýni samtímis. 

Þá eru tíu sýn­i sett sam­an inn í vél og ef í þeim grein­ist kór­ónu­veira eru þau öll tek­in aft­ur og greind hvert fyr­ir sig. Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, hefur sagt aðferðina örugga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að hún sé ekki jafn góð og að greina hvert sýni fyrir sig en sé þó nokkuð örugg. 

Ólafur segir aðspurður að best sé að greina hvert sýni fyrir sig en tíu sýna aðferðin sé þó vel til þess fallin að greina sýnin. 

„Það er ekkert sem mælir gegn því að gera þetta svona,“ segir Ólafur sem bætir því við að aðferðin hafi verið notuð erlendis og sýnt góðan árangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert