Annar fundur boðaður á þriðjudag

Fundur dagsins var sá fyrsti eftir að FFÍ felldi nýjan …
Fundur dagsins var sá fyrsti eftir að FFÍ felldi nýjan kjarasamning mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair gekk ágætlega að sögn Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttarsemjara. Fundurinn í dag var sá fyrsti eftir að FFÍ felldi nýjan kjarasamning sem samninganefndir beggja aðila skrifuðu undir hjá ríkissáttasemjara hinn 25. júní.

Samninganefndir sátu yfir í þrjá tíma, og lauk fundarhöldum klukkan sex í kvöld. Aðalsteinn segir að staðan sem myndaðist eftir að samningurinn féll í atkvæðagreiðslu hafi verið greind, og hugmyndir um mögulegar breytingar viðraðar.

Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tvö á þriðjudaginn næstkomandi.

Sögusagnir hafi ekki áhrif á viðræður

Á síðustu dögum hafa forsvarsmenn Icelandair verið sakaðir um að skilja vísvitandi eftir atriði sem bæta átti við samninginn eftir undirritun samningsaðila.

Aðalsteinn segir að samtalið á öllum fundum samningaraðila hafi verið opinskátt, hreinskipt og virkt. Hann segist vera mjög sáttur með þá vinnu sem samninganefndir hafi unnið, bæði á milli funda og á fundum.

Hann segir stöðuna engu að síður vera flókna og þrönga, en að en að fundurinn í dag hafi verið ágætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert