Renna blint í sjóinn með gleðigönguna

80.000-100.000 manns hafa jafnan tekið þátt í gleðigöngunni á síðustu …
80.000-100.000 manns hafa jafnan tekið þátt í gleðigöngunni á síðustu árum hér á landi. Árni Sæberg

„Við vorum undir það búin að ekki mættu koma saman fleiri en 500 manns. Af þeim sökum var ákveðið að skipta henni upp í marga minni hópa,“ segir Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, um gleðigönguna sem haldin verður fyrstu helgina í ágúst. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að gera gönguna að veruleika vegna takmarkana er varða útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Vissulega minnkar þetta þessa stóru félagslegu heild. Við erum að renna blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hvernig það kemur út. Við erum hins vegar að reyna að skapa vettvang fyrir fólk til að finna fyrir stuðningi og samkennd,“ segir Vilhjálmur, um gleðigönguna í ár. 

Áður hafði verið miðað við að tvö þúsund manns gætu komið saman, en nú er ljóst að svo verður ekki. Hátíðin í ár átti jafnframt að vera einstaklega glæsileg enda um tuttugu ára afmæli göngunnar að ræða. Að sögn Vilhjálms verður hún nú með talsvert breyttu sniði. 

Fólki geti komið út úr skápnum

„Það hefði auðvitað verið óskastaða að geta haldið hana með venjulegum hætti, en nú hefur allavega verið tryggt að fólk komist í sína gleðigöngu. Hún verður um allt land og við erum gríðarlega ánægð og þakklát fyrir að okkar sjálfboðaliðar og þátttakendur í göngunni séu tilbúin að gera hátíðina að veruleika með breyttu sniði,“ segir Vilhjálmur og bætir við að tryggt verði að fjarlægðamörk og sóttvarnir verði virt. 

Undanfarin ár hefur fjöldi hinsegin einstaklinga nýtt gleðigönguna sem vettvang til að koma út úr skápnum. Spurður hvort breytt snið muni gera umræddum einstaklingum erfitt fyrir segir Vilhjálmur að erfitt sé að svara því. „Vissulega minnkar þetta þessa stóru félagslegu heild. Við erum að renna blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hvernig það kemur út. Við erum hins vegar að reyna að skapa vettvang fyrir fólk til að finna fyrir stuðningi og samkennd,“ segir Vilhjálmur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert