Júlíus Vífill áfrýjar til Hæstaréttar

Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi.
Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur veitt Júlíusi Vífli Ingvarssyni leyfi til að áfrýja dómsúrskurði Landsréttar, sem sakfelldi hann fyrir peningaþvætti í maí síðastliðnum.

Var refsing Júlíusar ákveðin fangelsisvist í tíu mánuði, en fullnustu hennar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára.

Fer því málið fyrir Hæstarétt samkvæmt beiðni Júlíusar, sem barst 2. júní síðastliðinn. Leit Hæstiréttur svo á að úrlausn um meðal annars beitingu ákvæða 264. gr. almennra hegningarlaga í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga um meðferð sakamála, um áfrýjunarleyfi Hæstaréttar.

Brot Júlíusar samkvæmt dómi Landsréttar sneri að peningaþvætti samkvæmt 1. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, þar sem Júlíus hafði á árunum 2010 til 2014 geymt ávinning af skattalagabroti inni á erlendum bankareikningi í sínu nafni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert