Landamærin við þolmörk

Ferðamenn mættir aftur við Strokk.
Ferðamenn mættir aftur við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Yfir 2.000 sýni hafa verið tekin daglega á landamærum Íslands síðustu tvo daga, eða umfram það viðmið sem lagt var upp með að heilbrigðiskerfið gæti annað þegar skimun hófst.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í Morgunblaðinu í dag, að það sé áhyggjuefni.

„Þetta [2.000 sýna viðmið] er ekki alveg heilög tala, eins og Landspítalinn hefur sjálfur bent á. Undanfarna daga hefur verið farið yfir þessa tölu sem er ákveðið áhyggjuefni, en ég hef ekki heyrt neinar kvartanir frá Landspítalanum enn sem komið er,“ segir Þórólfur.

Farþegar frá svokölluðum „lágáhættusvæðum“, þ.e. Þýskalandi og öllum Norðurlöndum, utan Svíþjóðar, eru undanskildir skimun við komuna til landsins, en þaðan kemur einmitt hátt hlutfall farþega um þessar mundir. Þannig komu 3.400 ferðamenn til landsins í fyrradag, en aðeins 2.035 þurftu í sýnatöku. Ljóst er því að lítið sem ekkert svigrúm er til að færa lönd aftur á lista yfir áhættusvæði, fari svo að kórónuveiran nái aukinni útbreiðslu þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert