Engar vísbendingar enn um afbókanir

Ferðamenn. Búast má við gestum hingað til lands frá Suður-Evrópu …
Ferðamenn. Búast má við gestum hingað til lands frá Suður-Evrópu nú síðsumars. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðamenn leita nú leiða til að bregðast við auknum ferðamannafjölda hingað til lands, fjölda sem er kominn að þolmörkum greiningargetu Landspítalans hvað varðar landamæraskimun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ýmsar leiðir séu færar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að samgönguráðuneytið ynni nú að því að setja reglugerð sem miðaði að því að takmarka þann fjölda ferðamanna sem til landsins kemur ef þess gerist þörf.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að svo stöddu engar vísbendingar um að hertar aðgerðir undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins hafi leitt til afbókana til Íslands. Þar með talið hjá ferðamönnum frá Suður-Evrópu sem koma jafnan síðar á sumrin en ferðamenn frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. „Mér þætti sérkennilegt ef eitthvað slíkt væri komið fram nú þegar. Markaðurinn er einfaldlega ekki svo næmur. Ég myndi ætla að þeir sem væru að koma hingað núna hefðu síður áhyggjur af veirunni,“ segir hann í viðtali í Morgunblaðinu og ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert