Nýliðinn júlímánuður með þeim kaldari á öldinni

Þótt júlí væri ekki mjög hlýr var oft hægt að …
Þótt júlí væri ekki mjög hlýr var oft hægt að sitja úti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn júlímánuður var víða um land ýmist sá næstkaldasti á öldinni eða sá þriðji kaldasti, að því er kemur fram vef Veðurstofunnar.

Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er 0,9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og 1,3 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára.

Á Akureyri var meðalhiti nú 10,1 stig, 1,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, en 1,3 gráðu neðan meðaltals síðustu tíu ára. Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Skarðsfjöruvita 12 stig en lægstur 3,1 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 6,9 stig á Fonti á Langanesi.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á heimasíðu sinni, að lítillega kaldara hafi verið í Reykjavík í júlí árin 2018 og 2002. Hlýjast var í fyrra, þá var meðalhiti 13,4 stig og var það hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík. Sá kaldasti var árið 1874 en þá var meðalhiti aðeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipað ástand var í júlí 1983 en þá var meðalhitinn 8,5 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert