20 ár frá slysinu: Sýndu þakklæti fyrir kynnin

Guðni Már Harðarson prestur hélt tölu um sorgina, missinn og …
Guðni Már Harðarson prestur hélt tölu um sorgina, missinn og þakklætið. mbl.is/Árni Sæberg

„Tilgangurinn hjá öllum virtist vera sá sami, að sýna þakklæti fyrir kynnin, þakklæti fyrir að hafa fengið að vera með þessu fólki í þann tíma sem við fengum,“ segir Heiðar Austmann um virðingarathöfn sem fram fór í kvöld vegna flugslyss sem varð í Skerjafirði fyrir 20 árum síðan. Sex fórust í slysinu, þar á meðal vinur og uppeldisbróðir Heiðars. 

Heiðar segist þakklátur fyrir athöfnina. „Við fengum ekki besta veðrið en við gerðum akkúrat það sem við ætluðum okkur að gera, halda viðburðinn eins og hann var settur upp.“

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, flutti lagið sitt „Englar himins grétu í dag“ við athöfnina en lagið samdi KK um flugslysið. Aðspurður segir Heiðar að KK hafi ekki átt ástvin sem lést í slysinu en það hafi hreyft við honum. 

„Hann horfði bara á börnin sín, þau voru á svipuðum aldri og þau sem voru í fluginu svo hann tjáði sig bara í gegnum músík eins og svo margt tónlistarfólk gerir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert