Kaldur og hrakinn á Fimmvörðuhálsi

Frá Fimmvörðuhálsi. Mynd úr safni.
Frá Fimmvörðuhálsi. Mynd úr safni. mbl.is/HAG

Nokkrar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum í dag. Í morgun leituðu þær og fundu erlendan göngumann sem var í hrakningum á Fimmvörðuhálsi. Sá var kaldur og hrakinn eftir vinda- og rigningarsama nótt.

Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fannst maðurinn nokkuð fljótt og fékk aðhlynningu hjá björgunarfólki.

Ferðamenn fastir í Krossá

Nú eftir hádegið voru björgunarsveitirnar aftur kallaðar út vegna ferðamanna sem nú voru fastir í Krossá. Með liðsinni öflugs traktors Ferðafélagsins í Þórsmörk tókst að bjarga þeim í land áður en illa fór, að því er Landsbjörg greinir frá. 

Vert er að ítreka að ár á Suðurlandi og hálendi hafa vaxið mikið síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert