Göngustígur að Svarthöfða

Hér má sjá hlíðina þar sem stígurinn mun liggja upp …
Hér má sjá hlíðina þar sem stígurinn mun liggja upp að Svarthöfða. Hæðarmunur er nokkur. Stígurinn verður samgöngubót á svæðinu. mbl.is/sisi

Reykjavíkurborg mun á næstunni ráðast í stígagerð til að bæta göngutengingu milli Höfðahverfis og Bryggjuhverfis. Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi og nýlega voru opnuð tilboð í verkið.

Framkvæmdin felst í að útbúa göngustíg meðfram Sævarhöfða við Bryggjuhverfi og að Svarthöfða. Einnig tröppustíg á milli stígshluta, gönguþverun yfir frárein við Gullinbrú til móts við Naustabryggju, stígslýsingu og fullnaðarfrágang á lagnastæði yfir háspennulögn.

Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að framkvæmdina sé í meðallagi umfangsmikil en bæti til muna aðgengi þeirra sem sækja vinnu í Höfðahverfið og að almenningssamgöngum og þar með öryggi gangandi vegfarenda frá núverandi horfi sem hafa fetað „óskastíg“ eftir bakkanum, eins og það er orðað. Skipulagsfulltrúi bendir jafnframt á að gæta skuli varúðar á framkvæmdatíma, þannig að hún valdi sem minnstu raski og að gengið verði snyrtilega frá svæðinu að framkvæmdum loknum. Verklok eru áætluð í haust.

Alls bárust fimm tilboð í verkið. Lægst bauð Stálborg ehf./Ljósþing ehf. eða krónur 37.366.000. Er það 92% af kostnaðaáætlun sem var 40,6 milljónir. Verið er að yfirfara tilboðin hjá borginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert