Lundinn er í endursköpun

Lundakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir með listaverk.
Lundakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir með listaverk.

„Nú gefst andrými til að endurskapa ímynd lundans,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir listamaður.

Þær Elín og Rán Flygenring samstarfskona hennar standa að Nýlundabúðinni í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra sem opnuð var í gær í fuglaskoðunarhúsinu á staðnum.

Mikið lundavarp er á þessum slóðum eystra og í búðinni góðu eru munir unnir á staðnum. Starfsmenn lundabúðarinnar rannsaka þar hlutverk lundans og þó svo að ekkert sé til sölu og aðgangur gesta bannaður vegna veiruvarna fer fram blómleg starfsemi í teikningu, rannsóknum og ímyndarsköpun. Verkefni þetta er stutt af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, og Hönnunarsjóði Íslands.

„Lundinn hefur um margt verið táknmynd túristavæðingarinnar á Íslandi og það gjarnan undir neikvæðum formerkjum.Við ætlum að gera tilraun til þess að gera lundabúðina töff,“ segir Elín. Nýlundabúðin verður ekki opin í hefðbundinni merkingu, en hana má heimsækja á vefsetrinu instagram.com/nylundabudin fram í miðjan ágúst, eða á þeim tíma sem verslunin er starfrækt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert