Sektað fyrir samkomur og brot á sóttkví

Brot á sóttkví og samkomutakmörkunum voru á meðal þess sem lögreglan hefur sektað einstaklinga eða lögaðila fyrir, síðan kórónuveirufaraldurinn skall á og sóttvarnareglur tóku gildi.

Skráð brot á sóttvarnareglum eru 31 talsins samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra og fengu 11 sekt fyrir meint brot eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.

Þrír af þeim ellefu sem voru sektaðir hafa þegar greitt sektina og er þar um að ræða elstu brotin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara, sem gefin voru út 27. mars, segir að sekt fyrir brot gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví verði á bilinu 50 til 250 þúsund krónur. Sama sektarheimild er veitt fyrir brotum gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert