Þórólfur fjarverandi á fundi dagsins

Þórólfur Guðnason hefur hvatt Íslendinga ákaflega til að sinna sínum …
Þórólfur Guðnason hefur hvatt Íslendinga ákaflega til að sinna sínum einstaklingbundnu sýkingavörnum. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður ekki á fundi dagsins en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir fara yfir stöðu mála hvað framgang COVID-19-faraldursins varðar.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum tekur Þórólfur sér hlé frá fundinum í dag. Það þýðir þó ekki að hann sé ekki við störf. 

Gestur fundarins verður Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, en eins og áður hefur komið fram hefur Hinsegin dögum verið aflýst.

Leiðrétt 12:00. Áður var Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson titlaður sem formaður Hinsegin daga. Það er ekki rétt og hefur fréttin verið uppfærð með tilliti til þess. Formaður Hinsegin daga er Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert