Vel undirbúin fyrir aðra bylgju smits

Eldum rétt kveðst vel undirbúið raungerist önnur bylgja kórónuveirusmits. Viðskiptavinum …
Eldum rétt kveðst vel undirbúið raungerist önnur bylgja kórónuveirusmits. Viðskiptavinum hefur fjölgað undanfarnar vikur. mbl.is/Hari

„Við erum talsvert betur undirbúin núna en við vorum í mars,“ segir Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt. Fyrirtækið býður upp á matarpakka sem innihalda hráefni og uppskriftir að ákveðnum réttum.

Þegar heimsfaraldur kórónuveiru stóð sem hæst fyrr á þessu ári seldust umræddir matarpakkar upp hjá Eldum rétt. Að sögn Kristófers er ólíklegt að svo verði nú raungerist önnur bylgja kórónuveirusmits hér á landi. „Allir verkferlar eru fyrir hendi en auk þess erum við enn að styðjast við grunninn í því kerfi sem sett var af stað í faraldrinum. Við erum því í talsvert betri stöðu núna,“ segir Kristófer.

Aðspurður segir hann að pöntunum hafi fjölgað svo um munar síðustu vikur. Ekki sé þó hægt að staðfesta hvort það sé sökum nýrra smita eða af hefðbundnum ástæðum. „Þetta er svipað mynstur og verið hefur síðustu ár. Í ár héldum við reyndar dampi aðeins lengur inn í sumarið en svo dettur salan niður þegar fólk fer í frí eins og eðlilegt er. Nú er hins vegar umferðin að aukast mjög mikið.“

aronthordur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert