Vetrargarður rísi í Breiðholti

Tillögurnar kveða á um að vetrargarðurinn rísi efst í Seljahverfinu, …
Tillögurnar kveða á um að vetrargarðurinn rísi efst í Seljahverfinu, þar sem nú er skíðabrekka. Ljósmynd/ÍTR

Fyrirhugað er að byggja svokallaðan „vetrargarð“ efst í Seljahverfi í Breiðholti þar sem hægt væri að skipuleggja alls kyns íþróttamót og aðra viðburði, allan ársins hring. Þetta kemur fram í tilkynningu hverfisskipulags Reykjavíkur til fjölmiðla, sem mbl.is greindi frá í gær.

Í tillögum segir að hverfisskipulag borgarinnar fyrirhugi að í vetrargarðinum yrðu „fjölbreyttar brekkur og ævintýraþrautir sem yrðu formaðar sérstaklega á svæðinu“. Svæðið geti nýst bæði einstaklingum og hópum sem og fyrirtækjum og stofnunum til viðburðahalds.

Í tilkynningu til fjölmiðla í gær kynnti hverfisskipulag Reykjavíkurborgar tillögur sínar til uppbyggingar í Breiðholti. Þar geti á næstu árum risið þrjú þúsund nýjar smáíbúðir, stúdentagarðar, verslunar- og þjónustukjarnar og leikskóli. Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við mbl.is í gær að kostnaður við verkefnið yrði ekki mikill. „Þetta eru svo auðvitað bara tillögur, verkefnið verður kynnt betur síðar eftir samráð við íbúa.“

Svona er fyrirhugað að Völvufell líti út einn daginn
Svona er fyrirhugað að Völvufell líti út einn daginn mynd/KRADS arkitektar

Fyrirhugaðar eru skipulagsbreytingar á reitum við Eddufell og Völvufell. Til stendur að eldri byggingar víki fyrir nýju húsnæði sem hýsa mun stúdentagarða, sameiginlegan leikskóla hverfisins og ný raðhús.

Matjurtagarðar styðji við útiveru íbúa

Í tillögum hverfisskipulags Reykjavíkurborgar er einnig kveðið á um byggingu matjurtagarða og gróðurhúsa víða í Breiðholti. Þau svæði sem um ræðir eru opið svæði sunnan við Stekkjarbakka, norðan við sérbýlishúsabyggðina í Stekkjum og loks á opnu svæði við Jaðarsel, austan við leikskólann Jöklaborg.

Telur hverfisskipulag Reykjavíkurborgar að þetta muni hvetja til útiveru og neyslu á hollri fæðu sem og betri landnýtingu á opnum svæðum.

Efra Breiðholt á að byggja upp með grænum og vistvænum …
Efra Breiðholt á að byggja upp með grænum og vistvænum áherslum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg


Vefsíðu verkefnisins má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert